Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stórtónleikar í Grindavíkurkirkju á sjómannadaginn
Mánudagur 30. maí 2005 kl. 12:01

Stórtónleikar í Grindavíkurkirkju á sjómannadaginn

Fram koma söngkvartettinn OPUS og Samkór Grindavíkur.  Samkór Grindavíkur var stofnaður í haust og hefur komið fram nokkrum sinnum í vetur við mjög góðar undirtektir.

Stjórnendur kórsins eru Rósalind Gísladóttir og Gunnar Kristmannsson.  Prógrammið er fjölbreytt og sungin verða létt og skemmtileg lög á borð við; Killing me softly, Tears in heaven, Ain´t misbehavin´, Down by the riverside og mörg fleiri.  Einnig verða sungin lög úr söngleikjum.

Meðlimir OPUS eru; Ardís Ólöf Víkingsdóttir sópran, Rósalind Gísladóttir mezzo-sópran, Einar Örn Einarsson tenór og Gunnar Kristmannsson barítón.  Vignir Þór Stefánsson leikur á píanó. Söngkvartettinn er nýorðinn eins árs, síðasta sumar hélt hann tónleika víða um land við frábærar undirtektir áheyrenda og fékk meðal annars mjög góða gagnrýni hjá Morgunblaðinu.

Tónleikarnir eru á sjómannadaginn eins og áður segir kl. 20:00 í Grindavíkurkirkju og miðaverð er aðeins 1200 kr.
Stórskemmtilegir tónleikar sem enginn má missa af.

Mynd: Söngkvartettinn OPUS

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024