Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stórþvottur í Njarðvíkurslipp í steikjandi hita
Þriðjudagur 29. júlí 2008 kl. 21:58

Stórþvottur í Njarðvíkurslipp í steikjandi hita

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var heldur betur stórþvottur í Skipasmíðastöð Njarðvíkur nú undir kvöld þegar togveiðiskipið Frár VE var þveginn hátt og lágt. Það viðraði líka vel fyrir stórþvott í dag en þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti leið um hafnarsvæðið í Njarðvík sýndi óopinber en traustur hitamælir í bifreið ljósmyndara 18 gráðu útihita. Skömmu áður hafði sami mælir sýnt 21-22 gráður á Keflavíkurflugvelli við aðstöðu Suðurflugs. Án efa einn heitasti dagur ársins í Reykjanesbæ.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson