Stórt upplag áritaðra Hljómadiska til Japan
Hljómar eru að slá í gegn með nýja diskinn. Þeir voru í morgun að árita diskinn í Fríhöfninni í Leifsstöð. Nokkur hundruð diskar flugu út í orðsins fyllstu merkingu og höfðu viðskiptavinir Fríhafnarinnar gaman af kempunum gömlu sem eyddu miklu bleki. Meðal þeirra sem stóðu í röðum til að fá áritun Keflavíkurbítlanna voru tugir Japana. Það er spurning hvort Rúnni eða Gunni og félagar hafi heillað austurlandabúanna svo skemmtilega upp úr skónum. Hljómarnir verða áfram með pennana á lofti því þeir munu árita diska í Samkaupum og Bónus á laugardaginn.