Stórt þak fokið á Ásbrú
Þak Offiseraklúbbsins á Ásbrú er fokið af húsinu á stórum hluta. Það var um kl. 16:30 sem menn í húsinu urðu varir við mikinn skarkala og fljótlega kom í ljós að þakið var fokið af á stórum hluta. Fjölmennt lið frá Björgunarsveitinni Suðurnes er nú á staðnum og reynir að festa niður laust þakjárn.
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur einnig verið kölluð út vegna foks í bænum. Sveitin mun ljúka þeim viðvikum er fyrir liggja og fara svo könnunarferð um bæinn.
Meðfylgjandi símamyndir voru teknar á vettvangi rétt í þessu.
Símamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson