Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stórt svæði verður vatnslaust í hálfan sólarhring
Mánudagur 9. maí 2011 kl. 15:21

Stórt svæði verður vatnslaust í hálfan sólarhring

Vegna framkvæmda Vegagerðar ríkisins og Reykjanesbæjar þurfa HS Veitur hf. að færa til 600 mm stofnlögn sem liggur í vegkanti Reykjanesbrautar. Þegar um stofnlögn er að ræða verða eðlilega margir viðskipavinir vatnslausir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um mikið verk er að ræða, mikið af vatni sem þarf að tæma af lögn og margir staðir sem þarf að loka fyrir. Þá fer alltaf ákveðinn tími í að fylla upp pípurnar aftur og koma þrýsting á kerfin. Áætlað er að viðskiptavinir geti orðið vatnslausir í allt að 12 – 15 klukkustundir vegna þessa.

Vatnslaust verður í Keflavík, Ytri Njarðvík og Sandgerði. Fyrirhuguð lokun er áætluð í síðustu viku maí mánaðar og verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Myndirnar eru teknar á framkvæmdastað við Reykjanesbrautina núna fyrir helgi.