Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stórt auglýsingaskilti féll til jarðar
Mánudagur 24. október 2011 kl. 12:02

Stórt auglýsingaskilti féll til jarðar

Í nokkur ár hafa þrjú voldug auglýsingaskilti staðið við Reykjanesbrautina ofan Keflavíkur með þann tilgang að fá ferðamenn til að heimsækja Reykjanesbæ og nýta sér þá þjónustu sem þar er í boði. Hvert skilti er þriggja metra hátt og fimm metrar á breidd og þau taka því á sig töluverðan vind í þau fáu skipti sem eitthvað blæs að ráði í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skiltin hafa staðið af sér hin mestu óveður síðustu ár en nú hefur eitt skitið látið undan veðurhamnum og fallið til jarðar. Þar voru auglýst hótel og veitingastaðir í Reykjanesbæ. Eftir standa skilti um víkinga og bátasafn einnig hvalaskoðunarferðir.

Veðurguðirnir hefðu frekar átt að fella skiltið um hvalaskoðunarferðirnar, enda hafa þær ekki verið í boði frá Reykjanesbæ í nokkur ár, nema þegar hvalaskoðunarbátar frá höfuðborginni hafa komið hingað í stakar ferðir.