Stórsýningin í Garði hefst kl. 17
Nú ætti allt að vera orðið klárt fyrir stórsýninguna í íþróttahúsinu í Garði sem opnar nú kl. 17. Garðbúar láta ekki deigan síga og halda stórsýningu um helgina þar sem þeir kynna nánst allt það sem Garbúar hafast í við starfi og leik. Fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklingar hafa tekið höndum saman og sett upp sýningu í íþróttahúsinu sem fagnar 15 ára afmæli um þessar mundir. Sýningin er opin alla helgina frá 10 til 17 en í dag föstudag opnar hún formlega kl. 17 og verður opin til kl.20.