Stórslysalaust – lögreglumenn í þjálfun
Ætla mætti að stórslys hefði orðið í Reykjanesbæ nú síðdegis þegar hver lögreglubíllinn á fætur öðrum kom á mikilli ferð með forgangsljós og sírenu inn í bæinn. Á varðstofu lögreglunnar könnuðust menn hins vegar ekki við neitt og sömu sögu var að segja af varðstofu sjúkrabílanna. Þar var allt með kyrrum kjörum. Að endingu fengust þær upplýsingar að í lögreglubílunum væru lögreglumenn úr Lögregluskólanum á námskeiði í forgangsakstri og skýrir það þennan mikla viðbúnað sem var í Reykjanesbæ og á Reykjanesbrautinni fyrir fáeinum mínútum.