Stórsjór á Garðskaga og úti fyrir Sandgerði
Ölduhæð á Garðskagadufli mældist 16,6 metrar í mælingu sem duflið sendi frá sér kl. 23:28 í kvöld. Duflið er staðsett vestur af Sandgerðishöfn. Til samanburðar var ölduhæðin aðeins um fjórir metrar þegar óveðrið var að skella á í morgun kl. 04.
Ölduhæðin hefur aukist jafnt og þétt í allan dag. Hún var um 10 metrar um miðjan dag og var komin í 16,6 metra nú á tólfta tímanum í kvöld.
Meðalsveiflutími öldunnar var 14,7 sekúndur og öldulengdin 335 metar þannig að það má segja að það sér stórsjór við Garðskaga þessa stundina.
Klukkan 23 í kvöld var SV 23 metrar á Garðskaga.