Stórri flutningakerru stolið
Stórri lyftuflutningakerru frá lyfta.is var stolið í gærkvöldi fyrir utan Hafnarbraut 12 í Ytri Njarðvík. Hún er með skráningarnúmerið VEN70 og er rúmir 4 metrar að lengd. Það var nýlega búið að merkja kerruna á hliðum og að aftan með áberandi bláum merkingum. Fyrirtækið lyfta.is er eigandi kerrunnar og biður þá sem hafa séð hana eða vita hvar hún er niður komin að hafa samband við forráðamenn fyrirtækisins í síma 8486922 eða 4214037.