Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 6. nóvember 2003 kl. 08:40

Stormviðvörun: Rok og talsverð rigning í nótt

Í morgun kl 6 var norðaustanátt, víða 10-15 m/s norðvestantil, en annars hægari suðvestlæg eða breytileg átt. Skúrir sunnantil, víða rigning norðvestantil, en annars skýjað og þokubakkar eða súld við ströndina. Hlýjast var 7 stiga hiti á Austfjörðum, en kaldast 8 stiga frost við Mývatn.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:

Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) sunnantil á landinu í kvöld.

Austan og norðaustan 8-13 m/s og dálítil rigning norðvestantil, en hægari suðvestanátt og víða smáskúrir annars staðar. Gengur í suðaustan 18-23 m/s með rigningu í kvöld og nótt, einkum suðaustanlands, en hægari vindur norðantil á landinu. Snýst í minnkandi suðvestanátt með skúrum síðdegis á morgun. Hlýnandi veður og hiti 8 til 13 stig á morgun.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðvestan 8-13 m/s og skúrir, en hægari suðaustanátt og úrkomulítið síðdegi. Gengur í austan 18-23 með rigningu í kvöld. Suðlægari og talsverð rigning eða súld í nótt. Hiti 3 til 8 stig, en hlýnandi veður í kvöld.

http://www.vedur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024