Stormviðvörun fyrir daginn
Klukkan 6 var suðlæg átt, víða 10-18 m/s, en hægari norðvestantil. Skýjað og þurrt norðaustantil, annars rigning eða súld. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á Sauðanesvita.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Viðvörun: Búist er við stormi á Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu.
Sunnan- og suðaustan átt, víða 10-18 m/s, en hægari norðvestantil fram yfir hádegi. Hvessir heldur vestanlands síðdegis, allt að 25 m/s í vindstrengjum í kvöld. Rigning eða súld en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 5 til 12 stig.