Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stormviðvörun enn í gildi
Föstudagur 9. október 2009 kl. 08:09

Stormviðvörun enn í gildi


Spáð er austan 18-25 m/s og rigningu við Faxaflóann í dag, en 13-20 undir kvöld. Á morgun snýst vindur í norðaustan 10-15 og léttir til. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
:
Austan 18-23 m/s og rigning, en 13-18 undir kvöld. Norðaustan 10-15 á morgun og léttir til. Hiti 3 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Norðaustanátt, 13-20 m/s og slydda eða rigning SA- og A-lands, en él fyrir norðan. Lægir smám saman og léttir til, 8-13 síðdegis, en áfram nokkuð hvasst við SA-ströndina og slydda með köflum. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast SV-til.

Á sunnudag:
Norðaustan og austan 5-13 m/s, hvassast við SA-ströndina. Víða bjartviðri, en stöku él norðaustanlands. Hægt vaxandi suðaustanátt og þykknar upp SV-lands seinnipartinn. Hiti 1 til 8 stig, en 0 til 6 stiga frost fyrir norðan.

Á mánudag:

Stíf suðaustlæg átt með rigningu, en úrkomulítið fyrir norðan. Hlýnandi veður og hlánar fyrir norðan.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðlæga átt með vætu S- og V-lands. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast NA-lands.

Á fimmtudag:

Suðvestanátt með skúrum, en björtu fyrir austan. Hiti breytist lítið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024