Stormviðvörun á Norðvesturlandi
Aðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á Norðurlandi og á Miðhálendinu fram eftir degi. Suðvestanátt, víða 13-18 m/s, en allt að 25 m/s í vindstrengjum norðanlands. Rigning eða súld, en skýjað og úrkomulítið norðaustantil á landinu. Dregur úr vindi síðdegis, fyrst vestantil. Vestlæg átt í nótt, 13-18 og él norðvestantil, en 8-13 og slydda með köflum annars staðar. Lægir þegar líður á morgundaginn. Hiti 4 til 11 stig, en ört kólnandi í kvöld.