Stormviðvörun – snjókoma eða slydda
Í morgun kl. 06 var suðaustanátt, víða allhvöss eða hvöss suðvestantil á landinu, en mun hægari annars staðar. Suðvestan- og vestanlands var snjókoma, en bjartviðri norðaustanlands. Hlýjast var 3ja stiga hiti á Skarðsfjöruvita, en kaldast 20 stiga frost á Brú á Jökuldal. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Viðvörun: Búast má við stormi (meira en 20 m/s) sunnan- og vestanlands.
Suðaustan 18-23 m/s og snjókoma eða slydda sunnan- og vestanlands, en hægari og rigning er líður á daginn. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp norðan- og austanlands, 15-20 m/s og snjókoma síðdegis. Snýst í suðvestan 8-13 með skúrum í kvöld og nótt, fyrst vestan til. Suðvestan 10-15 og skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands á morgun, en hægari og léttskýjað norðaustan til. Hlýnandi veður og hiti 3 til 8 stig síðdegis, en 0 til 6 stig á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðaustan 18-23 m/s og snjókoma eða slydda, en heldur hægari og rigning eða súld síðdegis. Snýst í suðvestan 8-13 með skúrum þegar kemur fram á kvöldið. Hiti 3 til 8 stig að deginum.
Viðvörun: Búast má við stormi (meira en 20 m/s) sunnan- og vestanlands.
Suðaustan 18-23 m/s og snjókoma eða slydda sunnan- og vestanlands, en hægari og rigning er líður á daginn. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp norðan- og austanlands, 15-20 m/s og snjókoma síðdegis. Snýst í suðvestan 8-13 með skúrum í kvöld og nótt, fyrst vestan til. Suðvestan 10-15 og skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands á morgun, en hægari og léttskýjað norðaustan til. Hlýnandi veður og hiti 3 til 8 stig síðdegis, en 0 til 6 stig á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðaustan 18-23 m/s og snjókoma eða slydda, en heldur hægari og rigning eða súld síðdegis. Snýst í suðvestan 8-13 með skúrum þegar kemur fram á kvöldið. Hiti 3 til 8 stig að deginum.