Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 2. febrúar 2004 kl. 09:23

Stormur víða um land í kvöld og nótt

Veðurstofan hefur gefið frá sér viðvörun þar sem búist er við stormi (meira en 20 m/s) víða um land í kvöld og nótt. Norðaustan og austan 5-13 m/s, hvassast norðvestanlands og él eða snjókoma norðan- og austantil, annars bjartviðri. Vaxandi norðaustlæg átt upp úr hádegi og þykknar upp, víða 18-23 m/s í kvöld, en talsvert hægari norðaustanlands fram á nótt. Lægir talsvert sunnantil á morgun, en áfram hvasst nyrðra. Rigning eða slydda sunnan- og austanlands. Stöku él í öðrum landshlutum, en snjókoma eða slydda á morgun. Minnkandi frost, hiti kringum frostmark sunnan- og austanlands seint í dag, en um allt lands á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024