Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stormur sunnan og vestan til
Þriðjudagur 7. apríl 2015 kl. 09:09

Stormur sunnan og vestan til

Gengur á með storméljum

Spáð er suðvestan 10-15 m/s fram að hádegi, en síðan 13-18 m/s og gengur á með storméljum. Fer að draga úr vindi og éljum í kvöld, 8-15 m/s og á morgun. Hiti 0 til 4 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:
 
Á fimmtudag:
Gengur í austan- og norðaustan 10-18 m/s með snjókomu eða slyddu. Úrkomulítið norðvestantil. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Hiti um frostmark. 
 
Á föstudag:
Vaxandi norðaustanátt með snjókomu eða slyddu, 10-20 m/s um kvöldið, hvassast austantil. Hiti um frostmark við sjóinn, en vægt frost til landsins. 
 
Á laugardag:
Hvöss norðan átt og snjókoma austantil, en hægari og úrkomulítið vestantil. Lægir og styttir upp um kvöldið. Kólnandi veður. 
 
Á sunnudag:
Hægt vaxandi sunnan átt og hlýnar í veðri, 10-18 m/s um kvöldið og rigning eða slydda sunnan- og vestantil og hiti 0 til 5 stig, en annars úrkomulítið og vægt frost. 
 
Á mánudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt. Él um landið vestanvert, en bjart eystra. Hiti um frostmark.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024