Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stormur síðdegis
Íbúar eru hvattir til að festa lausa hluti vegna veðurs.
Miðvikudagur 12. ágúst 2015 kl. 09:25

Stormur síðdegis

Vaxandi suðaustaátt og þykknar upp við Faxaflóa, 13-23 m/s og talsverð rigning síðdegis, hvassast við ströndina. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld. Suðaustan 10-18 og rigning á morgun, hvassast við ströndina. Hiti 7 til 14 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 13-20 m/s og fer að rigna upp úr hádegi, hvassast á Kjalarnesi. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt, en hvessir aftur og ringnir á morgun. Hiti 8 til 13 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Austan og norðaustan 8-13 m/s og rigning SA-lands, en annars skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast N- og V-lands.

Á laugardag:
Norðaustlæg átt, 5-13. Skýjað en úrkomulítið á norðanverðu landinu, rigning SA-lands en síðdegisskúrir SV-lands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast V- og N-lands.

Á sunnudag:
Útlit fyrir sunnan 5-10, rigningu S- og V-lands og hiti 8 til 12 gráður en annars skýjað með köflum og hiti 10 til 16 stig.

Á mánudag:
Sunnan 5-10, dálítil væta S- og V-lands en annars skýjað með köflum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-til.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir hægviðri, bjart með köflum en skýjaðra með sjónum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins.

Á miðvikudag:
NA-læg átt, rigning SA-til. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast SV-lands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024