Stormur síðdegis
Vaxandi suðaustanátt með talsverðri rigningu eða súld, 18-23 m/s seinnipartinn við Faxaflóa. Lægir á morgun, en áfram vætusamt. Hlýnar í veðri, hiti 6 til 11 stig í kvöld.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vaxandi suðaustanátt með talsverðri rigningu eða súld, 15-23 m/s seinnipartinn. Lægir smám saman á morgun, en dálítil væta. Hlýnar í veðri, hiti 6 til 10 stig í kvöld.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Sunnan 10-18 m/s, hvassast vestast á landinu. Hægari seinnipartinn. Rigning eða súld, en þurrt að mestu á N- og A-landi. Hiti 5 til 11 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðaustlæg átt og væta með köflum, en yfirleitt þurrt á N-verðu landinu. Hiti 4 til 9 stig.
Á föstudag:
Austlæg átt og skýjað en úrkomulítið sunnanlands, annars víða bjartviðri. Hiti svipaður.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir austlæga átt og dálitla rigningu, síst V-lands. Kólnar heldur.