Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stormur seinnipartinn
Fimmtudagur 1. febrúar 2018 kl. 09:52

Stormur seinnipartinn

Veðurstofan varar við stormi suðvestan til á landinu í dag og er gul viðvörun fyrir Suðurnesin. Lítið skyggni verður seinnipartinn ásamt erfiðum akstursskilyrðum. Vegna vatnselgs sem gæti myndast er mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum til að fyrirbyggja stíflur. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um veðurspá inn á vedur.is.

Frá Veðurstofu Íslands:
Gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu og mjög snörpum vindhviðum við fjöll. Hlýnar er líður á nóttina, og breytist ofankoman í rigningu. Erfið akstursskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vindi og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur gæti einnig orðið vegna snjóbráðar og rigningar um nóttina og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum svo vatn komist sína leið.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024