Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stormur og snjókoma í nótt
Mánudagur 10. febrúar 2003 kl. 22:22

Stormur og snjókoma í nótt

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir suðvestan 18-25 með slyddu eða snjókomu í nótt en hægari og dálítil él með morgninum. Samkvæmt veðurspá sjónvarpsstöðvanna í kvöld má búast við hvössu veðri alla þessa viku og úrkomu. Hins vegar er óljóst samkvæmt spákortum Sjónvarpsins og Stöðvar 2 hvort það verður snjókoma eða rigning.Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Snýst í suðvestan 18-25 með slyddu eða snjókomu, fyrst sunnantil. Hægari vindur og dálítil él með morgninum, en sunnan og suðaustan 15-20 m/s og rigning eða slydda seint á morgun. Hiti 0 til 6 stig.

Veðurspá gerð 10. 2. 2003 - kl. 22:10
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024