Stormur og mikil snjókoma
Það verður ekkert ferðaveður á Suðurnesjum í dag, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa S- og V-lands með morgninum, 15-23 m/s um hádegi. Slydda eða rigning og hlánar víða seinni partinn, en suðvestan 8-15 og él um kvöldið.
Hægari vindur og úrkomulítið um landið norðaustanvert, en allhvasst og snjókoma þar síðdegis. Minnkandi frost.
Suðvestan 15-23 m/s suðvestan- og vestanlands í nótt og í fyrramálið og él, en síðan hægari. Suðvestan 8-13 m/s norðaustan- og austantil í nótt og á morgun og þurrt að kalla. Frost 0 til 6 stig, en um frostmark sunnanlands.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa með morgninum, 15-23 m/s um hádegi. Slydda eða rigning síðdegis og hlánar. Suðvestan 8-15 og él í kvöld. Suðvestan 15-23 seint í nótt og éljagangur, en hægari eftir hádegi á morgun og frost 0 til 4 stig.