Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stormur og mikil rigning
Föstudagur 8. febrúar 2008 kl. 09:19

Stormur og mikil rigning

Vaxandi suðaustanátt verður við Faxaflóann í dag og dálítili slydda eða rigning, 15-20 m/s um hádegi, en 20-28 síðdegis, hvassast úti við ströndina. Suðvestan 18-23 og él í nótt og á morgun. Hiti 1 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:
Suðvestan 13-20 m/s og slydduél eða skúrir, hvassast á Vestfjörðum. Heldur hægari og bjart að mestu á Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig við ströndina, en annars nálægt frostmarki.

Á mánudag:
Sunnan 10-15 m/s sunnan- og austanlands fram eftir degi með rigningu og talsverð úrkoma á Suðausturlandi. Annars hægari vestlæg átt og él. Hiti 1 til 8 stig, en kólnar síðdegis.

Á þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt, víða 5-10 m/s og bjart veður, en stöku él við ströndina, einkum vestantil. Frost 0 til 7 stig.

Mynd: Eins og sjá má á korti Veðurstofunnar er veðurútlitið alls ekki gott fyrir kvöldið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024