Stormur og hvassviðri í nótt og fyrramálið
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir stormi (meira en 20 m/s) syðst á landinu í nótt og í fyrramálið. Bent er á versnandi veður syðst á landinu í kvöld. Austan hvassviðri eða stormur sunnantil í nótt og í fyrramálið og snjókoma um landið sunnanvert, hvassast allra syðst.
Víða verður bjartviðri en skýjað með köflum og stöku él við norðaustur og suðvesturströndina. Hvessir syðst og fer að snjóa þar í kvöld. Austan 15-23 og snjókoma um landið sunnanvert í nótt og í fyrramálið, hvassast syðst. Hægari vindur og úrkomulítið fyrir norðan. Dregur úr vindi sunnanlands eftir hádegi á morgun. Frost víða 5 til 15 stig, kaldast inn til landins, en dregur úr frosti syðst seinnipartinn. Frost 0 til 10 stig á morgun, mildast syðst.
Veðurhorfur næstu daga:
Á sunnudag:
Suðaustan 10-20 með snjókomu en síðan slyddu eða jafnvel rigningu S- og V-til en úrkomulítið NA-til fram eftir degi. Snýst í suðvestanátt með éljum V-til um kvöldið. Minnkandi frost, en hiti 1 til 4 stig með suðurströndinni.
Á mánudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s og él, en slydda eða rigning suðaustan til. Hiti um og undir frostmarki, en hiti 0 til 5 stig suðaustantil.
Á þriðjudag:
Suðlæg eða breytileg átt 8-15 m/s og slydda eða snjókoma í flestum landshlutum, en vestlægari og él um kvöldið. Hiti um frostmark.
Á miðvikudag:
Suðvestlæg átt og él, en bjart að mestu fyrir austan. Frost 0 til 5 stig, en um frostmark við sjávarsíðuna.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðaustan átt, víða bjart og fremur kalt í veðri, en vaxandi suðaustan átt síðdegis með slyddu eða snjókomu.