Stormur og éljagangur í dag
Suðvestan 15-23 m/s við Faxaflóa í dag og éljagangur, hvassast við ströndina. Talsvert hægari síðdegis og vægt frost.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestanátt með hvössum éljum, talsvert hægari síðdegis. Hiti nálægt frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s og stöku él, en bjartviðri A-lands. Frost víða 3 til 10 stig.
Á sunnudag:
Hæg austlæg átt og stöku él, en 10-15 m/s og snjókoma um kvöldið. Áfram talsvert frost.
Á mánudag:
Útlit fyrir norðaustanhvassviðri eða -storm með talsverðri ofankomu, einkum N- og A-lands og hlýnandi veður.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustanátt og éljagangur, en úrkomulítið SV-til. Heldur kólnandi veður.