Stormur í aðsigi
Veðurstofa hefur varað við stormi (meðalvindhraða meiri en 20 m/s) á sunnan og vestanverðu landinu í kvöld og fram yfir hádegi á morgun.
Næsta sólarhring verður sunnan 3-8 m/s og smáskúrir. Vaxandi austanátt síðdegis, 13-20 seint í kvöld og rigning eða súld með köflum, en 15-23 m/s um tíma í nótt og fyrramálið. Dregur úr vindi og úrkomu síðdegis á morgun. Hiti 3 til 8 stig.