Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stormur eða rok í dag - ofsaveður á morgun
Föstudagur 13. mars 2015 kl. 09:33

Stormur eða rok í dag - ofsaveður á morgun

Vaxandi suðaustanátt, 18-25 síðdegis með rigningu. Dregur úr vindi og úrkomu undir kvöld. Hlýnandi veður, hiti 3 til 6 stig síðdegis. Gengur í suðaustan 20-30 með talsverðri rigningu í fyrramálið, en hægari og úrkomuminna seinnipartinn.

Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á eftirfarandi: Búist er við tveimur kröppum lægðum upp að landinu frá föstudagsmorgni fram á laugardagskvöld. Spáð er suðaustan stormi eða roki í dag (SA 20-25 m/s) en sunnan roki eða ofsaveðri á laugardag (S 25-30 m/s). Mikið vatnsveður fylgir þessum lægðum og hefur verið gefin út sérstök viðvörun þess efnis.

Miðað við þessa veðurspá verður lítið ferðaveður á landinu S- og V-verðu í dag, bæði vegna veðurhæðar og úrkomu. Á laugardag er ekkert ferðaveður um allt land fram á kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024