Stormur, stormur, stormur
350 km SV af Reykjanesi er 963 mb lægð sem hreyfist NA og grynnist smám saman. Um 500 km SV af Hvarfi er vaxandi 998 mb lægð sem fer A og síðar NA.
Við Faxaflóa næsta sólarhringinn
Suðaustan 8-15 m/s og skúrir en snýst í suðvestan 15-23 síðdegis. Hægari austlæg átt í nótt. Norðvestan 15-23 á annesjum á morgun og skúrir en norðlæg átt, 8-15 og talsverð rigning í innsveitum. Hiti 3 til 8 stig.
Veðurhorfur
Sunnan 5- 13 m/s en gengur í suðvestan 13-23 um hádegi hvassast á V-verðu landinu en N-lands í kvöld. Skúrir eða rigning, en yfirleitt þurrt NA-til. Hiti 3 til 9 stig. Suðlæg átt, 10-20 m/s á morgun en norðlæg átt, 15-23 og slydda eða rigning um NV- og V-vert landið eftir hádegi. Kólnar, einkum V-lands.
Næstu daga
Á föstudag:
Vestanátt, víða 10-15 m/s, en 15-23 N-lands, hvassast á annesjum. Slydda eða snjókoma fyrir norðan, en rigning við sjávarmál. Skúrir eða slydduél V-lands en yfirleitt þurrt á S- og A-landi. Fer að lægja síðdegis og styttir upp N-lands. Hiti 0 til 7 stig, mildast SA-lands.
Á laugardag:
Suðaustan og síðar austan 5-10 m/s. Rigning á SA-verðu landinu, stöku skúrir eða él V-til en víða þurrt N- og NA-lands. Hiti 0 til 7 stig að deginum.
Á sunnudag:
Norðaustan 8-15 m/s NV-til, annars hægari vindur. Rigning eða slydda með köflum, en þurrt SV-lands. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Norðaustanátt og víða rigning eða slydda. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast S-lands.
Á þriðjudag:
Norðaustanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið á SV- og V-landi.