Stormfangar á Keflavíkurflugvelli
Mark Snowdown stöðvarstjóri Icelandair á Norðurlöndunum segir að óveðrið undanfarið geri það að verkum að félagið upplifi nú versta vetur í 75 ára sögu sinni. Á hann þar við tafir á flugi, aflýsingar og þau vandræði sem skapast hafa á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga.
Snowdown lætur þessi orð falla í samtali við danska blaðið Politiken um helgina í frétt um veðurofsann á Íslandi í síðustu viku. Hann tekur sem dæmi föstudaginn síðasta en þá var 13 tíma seinkun á flugi frá Kaupmannahöfn til Íslands og ein vélin þurfti að snúa við og lenda í Noregi.
Snowdown nefnir einnig að þótt flugvélar félagsins geti lent í næstum hvaða veðri sem er hafa aðstæður á Keflavík verið þannig í vikunni að farþegar hafa ekki komist frá borði sökum veðurofsans. Nú með skömmu millibili hafa birist tvær fréttir um að farþegar hafi þurft að sitja tímunum saman í vélunum fyrir utan Leifsstöð og fyrst komist frá borði með ýmsum tilfæringum og aðstoð björgunarliðs.
Farþegarnir séu því í raun fangar stormsins, fastir um borð í flugvélum.
Frá þessu er greint á Visir.is
Snowdown lætur þessi orð falla í samtali við danska blaðið Politiken um helgina í frétt um veðurofsann á Íslandi í síðustu viku. Hann tekur sem dæmi föstudaginn síðasta en þá var 13 tíma seinkun á flugi frá Kaupmannahöfn til Íslands og ein vélin þurfti að snúa við og lenda í Noregi.
Snowdown nefnir einnig að þótt flugvélar félagsins geti lent í næstum hvaða veðri sem er hafa aðstæður á Keflavík verið þannig í vikunni að farþegar hafa ekki komist frá borði sökum veðurofsans. Nú með skömmu millibili hafa birist tvær fréttir um að farþegar hafi þurft að sitja tímunum saman í vélunum fyrir utan Leifsstöð og fyrst komist frá borði með ýmsum tilfæringum og aðstoð björgunarliðs.
Farþegarnir séu því í raun fangar stormsins, fastir um borð í flugvélum.
Frá þessu er greint á Visir.is