Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stórlúðu landað í Sandgerði
Mánudagur 16. júní 2008 kl. 19:48

Stórlúðu landað í Sandgerði

Það er ekki daglegur viðburður að stórlúðu sé landað í tonnavís í Sandgerði en sú var raunin í dag.

Skipið Fagraenni frá Hvannasundi í Færeyjum kom til lands í morgun með um 11 tonn af vænni lúðu, þær stærstu voru á bilinu 100 til 150 kíló hver og voru þær fluttar til vinnslu í ID-fisk.

Skipverjarnir eru fimm talsins og höfðu verið við veiðar á Reykjaneshrygg í um tvær vikur. Ástæða þess að þeir lönduðu hér á landi í þetta skiptið er að landstímið, um 3 dagar, væri of langt fyrir aflann um borð.

Einn skipverja sagði í samtali við Víkurfréttir að þetta hefði verið ágætis túr. Aðspurður sagðist hann kunna vel við sig á lúðuveiðum. „Já, já. Þetta er fín vinna. Þetta er svolítil ævintýramennska.“

Kippa af vænum lúðum hífð frá borði. VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024