Stórir aðilar vilja koma upp háskólasetri á Keflavíkurflugvelli
Stórir aðilar á sviði fjárfestinga og stórframkvæmda standa saman að því að koma upp alþjóðlegu háskólasetri á Keflavíkurflugvelli. Meðal þess sem á að heilla erlenda námsmenn er sérþekking Íslendinga í nýtingu vistvænnar orku.
Það er óhætt að segja að það séu mörg mál í vinnslu varðandi nýtingu Keflavíkurflurvallar í allri sinni mynd. Alþjóðlegur háskóli er eitt af stóru málunum sem menn sjá fyrir sér hér á Keflavíkurflugvelli.
Árni Sigfússon staðfesti það í samtali við Víkurfréttir í morgun að mikil vinna væri í gangi varðandi möguleika á uppbyggingu háskólaseturs. Grunnhugmyndin væri tenging við alþjóðlegan háskóla og hugsanlega í samstarfi við íslenskan háskóla. Sérþekking á sviði orkumála og sérstaklega nýtingar visvænnar orku er talin geta heillað útlenska námsmenn til Íslands.
Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna er í Háskóla Íslands og eins og kom fram fyrr í vikunni stefnir nýstofnað fjárfestingafyrirtækið Geysir Green Energy að risavöxnum fjárfestingum í orkugeiranum og sérstaklega vistvænni orku. Geysir er eitt af fyrirtækjum sem koma að þessari háskólahugmynd en fleiri stórfyrirtæki eru þar á meðal, og má þar nefna fjárfestingafélagið Klasa, Fasteignafélagið Þrek, VBS fjárfestingabanka og Reykjanesbæ. Þá er uppi sú hugmynd að gefa almenningi kost á að gerast hluthafar í nýju félagi í kringum þetta
dæmi.
Á Keflavíkurflugvelli er tilbúin byggð fyrir háskólasetur, allt til alls og til að mynda er kennslurýmið í grunnskólabyggingunni sem ætluð var eldri nemendum á tímum Varnarliðsins meira en skólahúsnæðið á Bifröst en einn þeirra sem tengist nýja háskólanum er fyrrum rektor skólans.
Gangi áætlanir um háskóla á Keflavíkurflugvelli eftir má búast við því að innan örfárra ára muni íbúafjöldi á Keflavíkurflugvelli verða komin á annað þúsund.
Það er óhætt að segja að það séu mörg mál í vinnslu varðandi nýtingu Keflavíkurflurvallar í allri sinni mynd. Alþjóðlegur háskóli er eitt af stóru málunum sem menn sjá fyrir sér hér á Keflavíkurflugvelli.
Árni Sigfússon staðfesti það í samtali við Víkurfréttir í morgun að mikil vinna væri í gangi varðandi möguleika á uppbyggingu háskólaseturs. Grunnhugmyndin væri tenging við alþjóðlegan háskóla og hugsanlega í samstarfi við íslenskan háskóla. Sérþekking á sviði orkumála og sérstaklega nýtingar visvænnar orku er talin geta heillað útlenska námsmenn til Íslands.
Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna er í Háskóla Íslands og eins og kom fram fyrr í vikunni stefnir nýstofnað fjárfestingafyrirtækið Geysir Green Energy að risavöxnum fjárfestingum í orkugeiranum og sérstaklega vistvænni orku. Geysir er eitt af fyrirtækjum sem koma að þessari háskólahugmynd en fleiri stórfyrirtæki eru þar á meðal, og má þar nefna fjárfestingafélagið Klasa, Fasteignafélagið Þrek, VBS fjárfestingabanka og Reykjanesbæ. Þá er uppi sú hugmynd að gefa almenningi kost á að gerast hluthafar í nýju félagi í kringum þetta
dæmi.
Á Keflavíkurflugvelli er tilbúin byggð fyrir háskólasetur, allt til alls og til að mynda er kennslurýmið í grunnskólabyggingunni sem ætluð var eldri nemendum á tímum Varnarliðsins meira en skólahúsnæðið á Bifröst en einn þeirra sem tengist nýja háskólanum er fyrrum rektor skólans.
Gangi áætlanir um háskóla á Keflavíkurflugvelli eftir má búast við því að innan örfárra ára muni íbúafjöldi á Keflavíkurflugvelli verða komin á annað þúsund.