Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stóri plokkdagurinn 2021 í Suðurnesjabæ á laugardaginn
Miðvikudagur 21. apríl 2021 kl. 10:33

Stóri plokkdagurinn 2021 í Suðurnesjabæ á laugardaginn

Stóri plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur í Suðurnesjabæ þann 24. apríl næstkomandi. Suðurnesjabær og Blái herinn hafa tekið höndum saman og stefna á að hreinsa bæinn. Við hvetjum íbúa og starfsfólk fyrirtækja til að taka þátt í þessu með okkur, láta gott af sér leiða og fá ráðlagðan dagskammt af útivist og hreyfingu um leið og fyrirmælum og reglum sóttvarnarlæknis er fylgt.

Hægt verður að nálgast ruslapoka í þjónustumiðstöðvum Suðurnesjabæjar föstudaginn 23. apríl frá kl. 8-12. Söfnunarstaðir fyrir ruslapoka verða sex, þrír í hvoru hverfi. Starfsmenn þjónustumiðstöðva verða einnig til staðar á laugardaginn með poka á sér. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Söfununarstaðir:

  • Sandgerðisskóli
  • Þekkingarsetrið
  • Tjaldsvæðið við Byggðavegi
  • Víðisvöllur
  • Byggðasafnið við Garðskaga
  • Auðarstofa

Tómas Knútsson verður á ferðinni á laugardeginum, hægt er að hringja í hann í síma 897 6696 eða senda tölvupóst á [email protected] og tilkynna um staðsetningu fullra poka, eins ef um stóra hluti er að ræða. Biðjum við fólk að safna sem flestum pokum á sama stað, sem er aðgengilegur.

Ef þú veist af svæði sem hreinsa þarf sérstaklega er tilvalið að láta vita í ábendingagátt sveitarfélagsins

Við viljum þakka Tómasi Knútssyni fyrir hans framlag.

Við minnum íbúa á að:

  • Klæða sig eftir aðstæðum
  • Virða samkomubann og gæta að tveggja metra reglunni
  • Vera öðrum góð fyrirmynd
  • Nota hanska, plokktangir og ruslapoka
  • Þetta er frábært fyrir umhverfið
  • Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.

Í ár munum við ekki koma saman til tínslu heldur dreifa okkur á mörg svæði. Búið er að skipta þéttbýliskjörnunum upp í 36 minni og stærri plokksvæði og hvetjum við ykkur til að skoða kortið sem má finna með því að smella á linkinn hér að neðan.

Kort fyrir stóra plokkdaginn 2021