Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stórhuga Sandgerðingar
Föstudagur 17. ágúst 2007 kl. 12:28

Stórhuga Sandgerðingar

Sandgerðingar eru stórhuga í kjölfarið á sölu hitaveitubréfanna góðu. Alls fékk Sandgerði um 2,6 milljarða fyrir sinn hlut og hafa verið ýmsar hugmyndir í gangi með ráðstöfun á fjármununum. Gera áætlanir ráð fyrir því að 2 milljarðar verði settir í langtímaávöxtun.

Á síðustu fundum bæjarráðs hafa margar hugmyndir komið fram og verður t.a.m. ráðist í endurnýjun á tækjakosti Áhaldahússins fyrir um 14,5 milljónir og tafarlausar umbætur á leikvöllum bæjarins, sem hafa fengið neikvæðar athugasemdir undanfarið.  Þar verður kostnaður um 3,5 milljónir.

Bæjarráð leggur til að tæki áhaldahúss verði endurnýjuð sem hér segir:
1. Nýr traktor verði keyptur til snjóruðninga og til sláttu  kr. 6.100.000,-
2. Moksturstæki      kr.    840.000,-
3. Frambeisli       kr.    250.000,-
4. Snjóplógur       kr.    950.000,-
5. Brettagafflar      kr.      85.000,-
6. Nýr traktor verði keyptur til snjóruðninga og til sláttu  kr. 4.495.000,-
7. Frambeisli       kr.    250.000,-
8. Snjóplógur       kr.    950.000
9. Sturtuvagn       kr.    670.000,-
Samtals   kr. 14.500.000.-

Við kaupin verða neðanrituð tæki seld.
1. Traktor
2. Traktor
3. Ámoksturstæki
4. Grafa
5. Vagn
6. Snjóplógar

--------------------------------


Meirihluti D og K lista í bæjarstjórn lagði fyrir skemmstu fram hugmyndir í 7 liðum um ráðstöfun hitaveitupeninganna og fylgja þeir hér á eftir.

Tillaga 1
Bundið slitlag á veg að smábátabryggju á Suðurgarði, Bundið slitlag á Sjávarbraut, Bundið slitlag á Byggðaveg.

Tillaga 2
Vinna við teikningar að bygging hjúkrunarheimilis við Miðnestorg sett af stað í samvinnu við fagaðila, Lóðir fyrir byggingar fyrir ungt fólk, Hönnun á þjónustuhúsnæði fyrir fatlaða í samvinnu við fagaðila, Hönnun reið- og hjólreiðastíga umhverfis bæjarfélagið og til Reykjanesbæjar og Garðs, Deiliskipulagi að lóðum sunnan Heiðarvegs fyrir ofan Stafnesveg verði hraðað.

Tillaga 3
Ávöxtun 2 milljarða til lengri tíma, – Vísað til næsta fundar.

Tillaga 4
Niðurgreiðsla skammtímalána, niðurgreiðslur erlendra lána og aðrar breytingar á fjárhagsáætilun 2007, áður samþykktar á fundi bæjarráðs nr. 422.

Tillaga 5
Lækkun á matarkostnaði skólabarna og eldri borgara frá og með 01. 09. 2007:
1. Matarkostnaður grunnskólabarna
a. Úr 139 kr. í 120 kr.
b. Úr 166 kr. Í 145 kr.
2. Matarkostnaður leikskólabarna
a. Úr 120 kr í 100 kr
b. Kaffi úr 59 kr. Í 50 kr.
c. Ávextir úr 28 kr í 25 kr.
3. Matarverð fyrir aldraða í Miðhúsum
a. Úr 405 kr. í 345 kr.

Tillaga 6
Styrkveitingar til félaga og félagasamtaka í bænum á árunum 2008 til 2010. Tillaga lögð fram til fjárhagsáætlunar um styrk til eftirfarandi félaga og samtaka og gerðir verði samningar þar um: Ksf. Reynir, GSG, Björgunarsveitin Sigurvon, Lionsklúbbur Sandgerðis, Kvenfélagið Hvöt, Hestamannafélagið Máni, Kirkjukór Hvalsneskirkju, Starfsemi skáta í Sandgerði, Safnaðarheimili Hvalsneskirkju, Foreldrafélög Grunn- og leikskóla.

Tillaga 7
Tillaga um óbreytta álagningu útsvars, álagna og þjónustugjalda fyrir árið 2008  -Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

-----------------------------------


Bæjarstjóri lagði á síðasta fundi bæjarráðs fram útsent bréf frá 31. júlí þar sem fram kemur ósk frá Sandgerðisbæ um tilboð um varðveislu á fé bæjarfélagsins. Eftirfarandi aðilar lögðu fram tilboð:

1. Kaupthing
2. Landsbanki Íslands
3. Sparisjóður Keflavíkur
4. Spron
5. Glitni
6. Íslensk verðbréf hf.

Bæjarráð leggur til við KPMG – endurskoðun að fara yfir fram komin trúnaðargögn og veita bæjarfélaginu ráðgjöf er varðar meðferð þeirra fjármuna sem um ræðir.

 

----------------------------------

Þá er stefnt að því að efla lista og menningarstarf. Á fundi atvinnumálaráðs í gær var samþykkt að boða til fundar n.k. þriðjudag með aðilum frá ferða- og menningarráði, Guðjóni Þ. Kristjánssyni menningarfulltrúa og hagsmunaaðilum í lista- og menningarstarfi. Á fundinum verði m.a. ræddar hugmyndir atvinnumálaráðs um aukna aðkomu bæjarfélagsins að lista- og menningarstarfi m.t.t. aukinna fjármuna sem ætla má til slíkrar starfsemi.

------------------------

Þrátt fyrir þesa auknu innspýtingu fjármagns í bæjarfélagið er bæjarráð einhuga um að mótvægisaðgerðir ríkisvaldsins vegna niðurskurðar aflaheimilda komi til og hefur lagt fram eftirfarandi tillögur og óskar eftir viðræðum um þær.

-Styrkur ríkisins til enn frekari starfsemi Rannsóknarstöðvarinnar í Sandgerði, enda er um að ræða 10 stöðugildi sem gætu verið í uppnámi. Þar er um að ræða fólk sem áður starfaði við sjávarútveg.

-Styrkur til enn frekari starfsemi Náttúrustofu Reykjaness.

-Styrkur til enn frekari eflingar á starfsemi Háskólaseturs Suðurnesja í Sandgerði .

-Í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar um stofnun Sjávarheima og samning við Data Islandia um vistvæna gagnageynmslu óskar bærinn eftir viðræðum við umhverfisráðuneytið um frekari eflingu á Sandgerðisbæ sem umhverfisvænu bæjarfélagi.

- Lögð er áhersla á að ríkið flýti eftirfarandi aðgerðum:
> Lýsing Sandgerðisvegar.
> Lagfæring vegar frá Ósabotnum að Sandgerðisvegi.
> Breikkun á Garðskagavegi.
> Endurgreiðsla hlutar ríkisins vegna gerðar Hafnargötu.
> Strandgata frá Austurgötu að Sandgerðisvegi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024