Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stórhættulegt að setja 18 ára krakka á bætur
Fimmtudagur 26. maí 2011 kl. 10:23

Stórhættulegt að setja 18 ára krakka á bætur

Mikil afmælishátíð var haldin að Útskálum um nýliðna helgi þegar 150 ára afmæli Útskálakirkju var haldið hátíðlegt. Kirkjustaðurinn Útskálar á sér þó mun lengri sögu en skriflegar heimildir eru til um kirkju að Útskálum frá því um 1350. Sóknarprestur að Útskálum er séra Sigurður Grétar Sigurðsson og heldur hann utan um líflegt kirkjustarf í Útskálaprestakalli en undir prestakallið heyrir Útskálasókn og Hvalsnessókn. Hilmar Bragi Bárðarson, blaðamaður Víkurfrétta, tók hús á séra Sigurði Grétari og settist með honum á fremsta bekk í hinni öldnu kirkju Garðmanna og ræddu þeir um lífið í sókninni, óvenju mörg andlát og kreppuna í ýmsum myndum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir í dag talar séra Sigurður Grétar m.a. um atvinnuleysi og bætur. Meðfylgjandi tilvitnun er m.a. í viðtalinu við Sigurð Grétar:


Séra Sigurður Grétar hefur ákveðnar skoðanir með unga fólkið sem er ekki á skólabekk og án vinnu, þá sem eru 16 til 18 ára og jafnvel upp í 25 ára aldur. „Það er í mikilli hættu. Ef ég verð misskilinn, þá fæ ég skammir. Ég hef hins vegar haldið því fram í erindum í hópum og af predikunarstól að það er stórhættulegt að setja 18 ára krakka á bætur. Það er bara stórhættulegt. Það verður að leita allra annarra leiða áður en þau eru sett á bætur, þó svo þau eigi rétt á því. Ástæðan er sú að það er svo mikilvægt á mótunarskeiði einstaklinga sem hafa færni, getu til vinnu eða náms, að þeir finni til samfélagsábyrgðar. Tökum sem dæmi einstakling sem býr í foreldrahúsum, á ekki börn og hefur mjög takmarkaða ábyrgð í lífinu, að ef viðkomandi einstaklingur fer allt í einu að fá svolítið af peningum fyrir ekki neitt, þá hefur maður heyrt of mörg dæmi um það að einstaklingum finnist þetta bara fínt, finnist þetta bara í lagi. Það hvetur mann ekki til að byggja sig upp, því þetta er oft svo mikil skammsýni. Mög margir sem eru bara 18 til 19 ára eru með mjög takmarkaða framtíðarsýn.

- Sjá nánar í Víkurfréttum sem koma út í dag. Blaðið má einnig nálgast hér!