Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 13. apríl 2000 kl. 17:08

Stórgjafir frá Sparisjóðnum til Þroskahjálpar

Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri og Baldur Guðmundsson, markaðsstjóri Sparisjóðsins afhentu Þroskahjálp Suðurnesjum sl. þriðjudag 500 þúsund króna peningagjöf frá Sparisjóðnum í Keflavík. Gjörfin á að renna til byggingar endurhæfingarsundlaugar. Sæmundur Pétursson formaður Þroskahjálpar tók við gjöfinni fyrir hönd samtakanna. Á aðalfundi Sparisjóðsins fyrir stuttu fékk Þroskahjálp 300 þús. kr. frá Sparisjóðnum. Heildarkostnaður við laugina er um 16 milljónir króna. Ýmsir góðviljaðir einstaklingar og fyrirtæki hafa lagt hönd á bagga við fjármögnunina en enn vantar nokkuð uppá að endar nái saman. Sundlaugin hefur verið á teikniborðinu síðan 1992 en það var ekki fyrr en 6. júlí 1995 sem fyrsta skóflustungan var tekin. Þörfin fyrir þjálfun í vatni er mikil en þetta er viðurkennd og árangursrík aðferð sem nýtist fötluðum börnum sérstaklega vel. Auk þess nýtist hún öldruðum, fólki í endurhæfingu og fyrir ungbarnasund.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024