Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stórfiskaveiðar Árna í Teigi
Þriðjudagur 3. júní 2008 kl. 09:55

Stórfiskaveiðar Árna í Teigi

Undanfarið hefur heldur betur hlaupið á snærið hjá áhöfninni á Árna í Teigi GK. Við sögðum frá því ekki alls fyrir löngu að áhöfnin hefði landað risavaxinni lúðu. Á dögunum veiddu þeir svo annan stórfisk þegar á að giska 6 – 7 metra langur hákarl slæddist í netin hjá þeim. Mun kvikindið hafa verið yfir tonn að þyngd, samkvæmt því sem fram kemur á vefnum www.aflafrettir.com.

Einhver áhöld eru uppi um það af hvaða tegund skepnan er, samkvæmt umræðu á aflafréttum.com en þar virðast menn ekki getað komið sér saman um hvort þetta er Íslandshákarl eða beinhákarl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Efri mynd:
Hákarlinn á síðunni á Árna í Teigi. Áhöfnin sendi aflafrettum myndina.


Neðri mynd:
Áhöfn Árna í Teigi GK með risa lúðuna, Jón Berg, Jón Ágúst og Vilhelm Arason