Stórfiskastund
Glatt var á hjalla um borð í netabátnum Erlingi KE 140 í síðustu viku. Voru þeir staddir í góðu fiskiríi austur við Ingólfshöfða, en Gunnlaugur Ævarsson, skipstjóri sagði í samtali við Víkurfréttir að aflabrögð hafi verið góð í allan vetur.
„Þetta hefur verið mjög gott og við höfum verið að fá afar vænan fisk, sérstaklega fyrir austan, en það er allt stærra fyrir austan!"
Gunnlaugur bætti því við að gaman væri í svona fiskiríi og ekki spillti veðrið fyrir stemmningunni um borð. „Þetta eru kátir strákar og öflugir sjómenn. Sannkölluð hörkutól."
Þegar Víkurfréttir heyrðu í Gunnlaugi voru þeir á heimeið eftir veiðiferð út á Selvogsbanka þar sem hafi gengið nokkuð vel. Þeir voru með 18 tonn eftir þann daginn.
„Þetta hefur verið mjög gott og við höfum verið að fá afar vænan fisk, sérstaklega fyrir austan, en það er allt stærra fyrir austan!"
Gunnlaugur bætti því við að gaman væri í svona fiskiríi og ekki spillti veðrið fyrir stemmningunni um borð. „Þetta eru kátir strákar og öflugir sjómenn. Sannkölluð hörkutól."
Þegar Víkurfréttir heyrðu í Gunnlaugi voru þeir á heimeið eftir veiðiferð út á Selvogsbanka þar sem hafi gengið nokkuð vel. Þeir voru með 18 tonn eftir þann daginn.