Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 21. júlí 2003 kl. 09:36

„Stórfenglegt sólarlag á Garðskaga“

- tré gróðursett og gangstéttar steyptar í Garðinum

Að undanförnu hefur verið gert stórátak í fjölga svæðum í Garðinum þar sem gróðursett eru tré. Setur þetta mjög skemmtilegan svip á sveitarfélagið. Einnig er nú unnið að því á fullu að steypa gangstéttir, segir á vef sveitarfélagsins.Segja má að allt sé gert til að vinna að því að fegra og snyrta byggðarlagið. „Ég vil hveja fólk til að fá sér bíltúr í Garðinn og skoða okkar ágæta sveitarfélag“, segir Sigurður Jónsson sveitarstjóri jafnframt á vefnum. „Margir hafa lagt leið sína til okkar til að skoða hið stórfenglega sólarlag sem sést hefur vel í veðurblíðunni að undanförn. Sólarlagið við Garðskagavita er alveg stórskostlegt“.

Vefsíðu Gerðahrepps er að finna á slóðinni www.gerdahreppur.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024