Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stórbættar samgöngur við Voga
Fimmtudagur 8. september 2011 kl. 07:49

Stórbættar samgöngur við Voga


Á dögunum undirritaði Sveitarfélagið Vogar og Kynnisferðir, SBK samning um akstur frá Vogum að mislægum gatnamótum við Reykjanesbrautina. Vogar eru að gera átak í því að bjóða bæjarbúum að nýta sér ódýrari kost í samgöngum með því að nota strætó til Reykjanesbæjar og rútu til höfuðborgarsvæðisins. Stórbættar samgöngur og aukin þjónusta við íbúa í Vogum er samstarfsverkefni Voga, Kynnisferða, SBK og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Á myndunum eru Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar í Vogum, Eirný Vals, bæjarstjóri, Agnar Daníelsson frá Kynnisferðum, Sigurður Steindórsson frá SBK og Ásmundur Friðriksson frá SSS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024