Stóraukin raforkuframleiðsla hjá HS
 Raforkuframleiðsla Hitaveitu Suðurnesja  jókst mjög á síðasta ári eða um 37,6% frá árinu áður og var rúmlega 1,2 teravattstundir.  Mestu munaði þar um að Reykjanesvirkjun var í rekstri allt árið en rúmlega 8 mánuði árið 2006.
Raforkuframleiðsla Hitaveitu Suðurnesja  jókst mjög á síðasta ári eða um 37,6% frá árinu áður og var rúmlega 1,2 teravattstundir.  Mestu munaði þar um að Reykjanesvirkjun var í rekstri allt árið en rúmlega 8 mánuði árið 2006.
Þetta er kemur fram á heimasíðu HS. Þar segir ennfremur að  vegna tenginga í Svartsengi vegna orkuvers 6 hafi verið þar ýmsar truflanir á framleiðslunni. Síðan hafi þurft að stöðva báðar vélarnar á Reykjanesi í tvær vikur vegna „eins árs skoðunar“. Ljóst sé að framleiðslan aukist enn á þessu ári með tilkomu orkuvers 6 og síðan megi vænta minni truflana á rekstri véla. Til fróðleiks má geta þess að raforkunotkun á Suðurnesjum nam um 188 GWst. eða 15,5% raforkuframleiðslunnar.
Mynd: Frá vinnslusvæði HS í Svartsengi. VF-mynd: elg.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				