Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 18. júní 2001 kl. 14:33

Stórar jarðvarmavirkjanir á Reykjanestá

Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur gætu orðið í stakk búnar að framleiða raforku til Ísals árið 2004-2005 verði tekin ákvörðun um stækkun álversins í Straumsvík. Forsvarsmenn Norðuráls hafa einnig átt viðræður við Hitaveitu Suðurnesja um raforkukaup og skyndilega virðist enginn hörgull á stórum kaupendum raforku hér á landi. Hitaveita Suðurnesja er komin áleiðis með rannsóknir á nýrri virkjun á Reykjanestá sem gæti skilað 60-70 megavöttum árið 2004 og hugsanlegt er að auka framleiðsluna þar upp í 100 megavött. Einnig hefur Hitaveitan hafið boranir í Trölladyngju þar sem talið er hugsanlegt að reisa virkjun sem geti gefið af sér allt að 100 megavött en hún yrði ekki tilbúin fyrr en nokkrum árum síðar en virkjunin á Reykjanestá.
Mbl.is greindi frá.

Hitaveitan gæti framleitt 60-70 megavött fyrir 2004
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hf., segir að fulltrúar Alcan hafi ekki komið að máli við Hitaveituna. „Við höfum sagt að við gætum framleitt 60-70 megavött fyrir 2004 fyrir Norðurál. En þegar áform Alcan eru ekki sérstaklega tímasett er erfitt að gefa svör við þessu. Norðurál hefur viljað vera tilbúið með sína stækkun 2004 og það hefur dálítið ráðið málinu,“ segir Júlíus.
Þessi 60-70 megavött yrðu framleidd í nýrri virkjun á Reykjanestá og það væri hugsanlega hægt að auka upp í 100 megavött. Einnig hefur Hitaveitan hafið boranir í Trölladyngju. Sú framkvæmd eigi eftir að fara í gegnum umhverfismat. Júlíus segir að það geti verið orðið kostur nokkrum árum eftir 2004 sem sú virkjun gæti komist í gagnið. Það er talið hugsanlegt að hún gefi ekki minna en Svartsengi, eða hugsanlega 100 megavött í rafmagni. Júlíus segir alls ekki útilokað að samningar gætu tekist um raforkusölu til Ísal. Miðað við að þessir virkjanakostir komist til framkvæmda er hugsanlegt að þeir ásamt virkjuninni í Svartsengi skili samtals um 250 megavöttum.
Nú eru framleidd 45 megavött í Svartsengi og viðbótin, ef af verður, er engum bundin. Júlíus segir að viðræður hafi verið í gangi við Norðurál um orkusölu en þær eru ekki langt komnar. Til þess að tvöfalda framleiðslugetu Grundartangaverksmiðjunnar þarf Norðurál 150 megavött af raforku.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024