Stóra vatnslekamálið: Óvenjulegt veðurlag og einkennilegur frágangur vatnslagna
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um vatnstjón sem varð í byggingum á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í nóvember í hittifyrra kemur fram að mjög hæpið sé að rekja tjónið til beinnar vanrækslu utanríkisráðuneytisins og vinnuhópsins sem báru ábyrgð á svæðinu.
106 íbúðir í 13 fjölbýlishúsum skemmdust og vatnslagnir sprungu í sjö öðrum mannvirkjum. Ríkisendurskoðun telur að nær sé rekja tjónið til ófyrirsjáanlegra atvika, einkum óvenjulegs veðurlags og einkennilegs frágangs vatnslagna. Því sé ósanngjarnt að ásaka þá sem málum réðu á Keflavíkurflugvelli þegar tjónið varð um vanrækslu á eftirlits- og viðhaldsskyldum.
Ekkert skipulagt eftirlit hafi verið með svæðinu á þessum tíma. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og Verkfræðistofa Suðurnesja metur tjónið á allt að 109 miljónir króna.
Í samantekt skýrslunnar kemur fram að brotthvarf hersins hafi sannarlega komið íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu en að yfirtakan á Keflavíkurflugvelli hafi í meginatriðum verið leyst vel af hendi.
Frá þessu er greint á www.ruv.is