Stóra bensínbrúsamálið tekið fyrir á æðstu stöðum hjá Varnarliðinu
Stóra bensínbrúsamálið, sem Víkurfréttir greindu frá í gærkvöldi, var í morgun tekið fyrir á æðstu stöðum hjá Varnarliðinu. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta innan herlögreglunnar á Keflavíkurflugvelli verður ökumaður jeppabifreiðarinnar, sem var með sjö 25 lítra bensínbrúsa á afturstuðaranum, kallaður fyrir og látinn svara fyrir verknaðinn.
Eins og fram hefur komið eru reglur óskýrar um þau mál hvernig eigi að ganga frá bensíni fyrir flutninga. Varnarliðsmenn mega hafa með sér að hámarki 48 lítra útaf Vellinum. Samkvæmt heimildamanni Víkurfrétta er þetta arfleið þess þegar Varnarliðsmenn voru á árum áður hvattir til ferðalaga um Ísland og á þeim tímum voru bensínstöðvar mun færri en þekkist í dag. Bensínlítrinn kostar um 37 krónur á Keflavíkurflugvelli en um 108 krónur utan girðingar.
Víkurfréttir fengu nú síðdegis ljósmynd af sama bíl sem tekin var á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Sýnir hún vel hvernig frágangurinn var á bensínbrúsunum. Að sögn þess aðila sem tók myndirnar ruggaði búnaðurinn þegar tekið var af stað en pallurinn undir bensínbrúsunum virðist vera festur í festingu á bílnum sem ætluð er dráttarkróki.
Myndin: Jeppi Varnarliðsmannsins með bensínbrúsana sjö á Arnarstapa á Snæfellsnesi.
Eins og fram hefur komið eru reglur óskýrar um þau mál hvernig eigi að ganga frá bensíni fyrir flutninga. Varnarliðsmenn mega hafa með sér að hámarki 48 lítra útaf Vellinum. Samkvæmt heimildamanni Víkurfrétta er þetta arfleið þess þegar Varnarliðsmenn voru á árum áður hvattir til ferðalaga um Ísland og á þeim tímum voru bensínstöðvar mun færri en þekkist í dag. Bensínlítrinn kostar um 37 krónur á Keflavíkurflugvelli en um 108 krónur utan girðingar.
Víkurfréttir fengu nú síðdegis ljósmynd af sama bíl sem tekin var á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Sýnir hún vel hvernig frágangurinn var á bensínbrúsunum. Að sögn þess aðila sem tók myndirnar ruggaði búnaðurinn þegar tekið var af stað en pallurinn undir bensínbrúsunum virðist vera festur í festingu á bílnum sem ætluð er dráttarkróki.
Myndin: Jeppi Varnarliðsmannsins með bensínbrúsana sjö á Arnarstapa á Snæfellsnesi.