Stór verkfæraþjófnaður við Djúpavatn
Um klukkan 11:00 í gær var Lögreglunni í Keflavík tilkynnt að brotist hafi verið inn í verkfærakerru sem staðsett er í nágrenni við Djúpavatn. Úr henni var stolið verkfærum að verðmæti 1.500.000 kr-.
Meðal þeirra verkfæra voru fjórar borvélar, tveir slípirokkar, tvær rafstöðvar og fleiri verkfæri sem notuð eru við að girða land. Ekki er vitað hver framdi verknaðinn.
Tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í gær. Annar var mældur á 121 km hraða en hinn á 115 km hraða.