Stór skúta sigldi fyrir Garðskaga
Þessi myndarlega skúta sigldi fyrir Garðskaga í gær fyrir eigin vélarafli. Skyggnið var ekki uppá það besta en hægt að greina útlínur skipsins nokkuð vel.
Á sama tíma var töluvert af fólki á svæðinu, bæði í fuglaskoðun og að fá sér kaffi, en nýi veitingarstaðurinn á Garðskaga virðist falla vel í fólk, a.m.k. er nóg að gera flest kvöld, segir Bragi Einarsson, ferða- og menningarfulltrúi í Sveitarfélaginu Garði í samtali við Víkurfréttir.
Bragi tók meðfylgjandi mynd þegar skútan fór fyrir Skagann.
Á sama tíma var töluvert af fólki á svæðinu, bæði í fuglaskoðun og að fá sér kaffi, en nýi veitingarstaðurinn á Garðskaga virðist falla vel í fólk, a.m.k. er nóg að gera flest kvöld, segir Bragi Einarsson, ferða- og menningarfulltrúi í Sveitarfélaginu Garði í samtali við Víkurfréttir.
Bragi tók meðfylgjandi mynd þegar skútan fór fyrir Skagann.