Stór og vandasamur flutningur frá Vogum til Grundartanga
Vélsmiðjan Normi í Vogum mun um helgina flytja stórt síló, sem það smíðaði fyrir Norðurál, frá Vogum Vatnsleysuströnd til Grundartanga. Það er 230 rúmmetrar, 5,5 metra breitt og 16 metra hátt.
Sílóinu verður lyft á vagn á morgun. Á sunnudag kl.20.00 verður svo lagt af stað úr Vogum í lögreglufylgd og farið Bláfjallaleið og síðan niður í Árbæ.
Skipulagsmál hafa gert það að verkum að slíkir flutningar eru mjög erfiðir vegna brúa sem gerðar hafa verið á helstu umferðaræðum og flutningsleiðum.
Sílóinu verður lyft á vagn á morgun. Á sunnudag kl.20.00 verður svo lagt af stað úr Vogum í lögreglufylgd og farið Bláfjallaleið og síðan niður í Árbæ.
Skipulagsmál hafa gert það að verkum að slíkir flutningar eru mjög erfiðir vegna brúa sem gerðar hafa verið á helstu umferðaræðum og flutningsleiðum.