Stór munur á milli skóla í samræmdum prófum
Gífurlegur munur er á meðaleinkunnum í samræmdum prófum 10. bekkja á Suðurnesjum. Meðaltal skóla í Reykjanesbæ er 5,9 en meðaleinkunn skóla annars staðar á Suðurnesjum 5,1.Árangur Njarðvíkurskóla stendur upp úr, en meðaleinkunn hans er 6,33, en á landsvísu er meðaltalið 6,20. Þá má benda á að meðaltal í dönsku í Njarðvíkurskóla er það hæsta á landinu, eða 7,1. Meðaleinkunn yfir landið í því fagi er hins vegar 6,5. Skólastjórar og kennarar af öllum Suðurnesjum hittust sl. mánudag og þá var skipaður starfshópur sem mun fara ofan í saumana á niðurstöðum prófanna, nú í sumar og vinna að tillögum um úrbætur. Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar frá öllum skólum á Suðurnesjum. Á fundinum kom m.a. fram að eftirtektarverður árangur hefði náðst á milli ára í samræmdum prófum 4. og 7. bekkjar.