Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stór kannabisræktun stöðvuð
Kannabisplöntur. Mynd úr safni.
Föstudagur 26. júní 2015 kl. 13:16

Stór kannabisræktun stöðvuð

– mikill ljósbjarmi sem barst frá tveimur herbergjum í íbúðinni

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið kannabisræktun þar sem var að finna vel á annað hundrað plöntur. Það var lögreglumaður á frívakt sem varð var við mikla kannabislykt frá íbúðarhúsnæði í umdæminu.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang var einn einstaklingur fyrir í umræddri íbúð, sem lyktin barst frá. Hann framvísaði tóbaksblönduðu kannabis, svokallaðri jónu. Grunur lék á að eitthvað fleira leyndist í pokahorninu. Það reyndist rétt vera því  lögreglumennirnir komu í þeim svifum auga á poka fullan af kannabisefni og mikinn ljósbjarma sem barst frá tveimur herbergjum í íbúðinni. Í herbergjunum fundust svo kannabisplönturnar.  Málið er í rannsókn.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024