Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stór hluti íbúa sækir vinnu á höfuðborgarsvæðið
Flugvélar Keilis á flugi yfir höfuðborgarsvæðinu. VF-mynd: Ellert Grétarsson
Þriðjudagur 19. nóvember 2013 kl. 15:29

Stór hluti íbúa sækir vinnu á höfuðborgarsvæðið

Tæplega 17% starfandi íbúa Reykjanesbæjar vinna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur m.a. fram í könnun sem MMR skoðanakönnunarfyrirtækið gerði í október s.l. fyrir Atvinnu- og hafnasvið Reykjanesbæjar. Sé horft til svæða vinna flestir íbúar Reykjanesbæjar á Keflavíkurflugvelli eða um 21%.

„Þetta sýnir að stór hluti starfandi íbúa leggur út á Reykjanesbrautina á hverjum einasta degi til sinna starfa og sækir vinnu inn á afar stórt atvinnusvæði.  Samkvæmt könnuninni eru þeir sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið að meðaltali með hærri laun en þeir sem starfa í  RNB. Fyrir því geta legið ýmsar ástæður, m.a. að þeir sem eru í hlutastörfum sækja væntanlega ekki vinnu út af svæðinu,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024