Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stór hluti Grindavíkur rafmagnslaus
Miðvikudagur 15. nóvember 2023 kl. 22:21

Stór hluti Grindavíkur rafmagnslaus

Dreifikerfi HS Veitna í Grindavík eru víða löskuð vegna stöðugra jarðskjálfta, jarðsigs og jarðgliðnunar og hefur ekki verið hægt að bilanagreina á vettvangi eða fara í stærri viðgerðir sökum aðstæðna. Fyrr í kvöld fór rafmagn af á stórum hluta Grindavíkur og fór starfsfólk HS Veitna strax í að greina stöðuna. Í samráði við Almannavarnir hefur verið ákveðið að senda vinnuflokka til Grindavíkur í birtingu að morgni fimmtudags 16. nóvember, nema aðstæður hamli því. Óvíst er hvort og hvenær rafmagn kemst aftur á.

Tilkynning með sms skilaboðum hefur verið send á þá notendur sem vitað er að rafmagnsleysið nái til.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rafmagnslaust er á þeim stöðum sem eru rauðmerktir á meðfylgjandi kortum, eftir því sem best er vitað. Líklegt er að rafmagnsleysi sé víðar í kerfinu vegna bilana í götuskápum og lágspennustrengjum sem liggja í húsagötum. Sérstaklega er varað við hættu sem skapast vegna laskaðra raforkumannvirkja og strengja.